6.2.2009 | 17:21
Þingheimar.
Ég fylgdist aðeis með umræðum á þingi í dag og vekur þá athygli mína að nú er jú komið annað fólk í stóla stjórnar andstöðunnar,og viti menn það er litlu meiri friður hjá ræðumanni nú í pontu, heldur en þegar búsáhalda kórinn barði potta sína og pönnur fyrir utan alþingishúsið um daginn. Slík eru jú framíköll stjórnar andstöðunnar,eða sjálfstæðismanna,sem nú virðast enga mannasiði kunna.
Líklega markmið þeirra að tefja alla hluti og rugla og spilla þannig framgöngu mála. Skyldi það gagnast þeim,eða verða þeim til framdráttar. Næst held ég við þurfum að taka fram pottana aftur og mótmæla stjórnar andstöðunni. Herjir koma með?.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.